Skrifað í vísnabók | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Skrifað í vísnabók

Fyrsta ljóðlína:Bókin segir sjálf frá
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1930
Bókin segir sjálf frá
svona er hún sem mig á
fagurhend og fótsmá
firðar allir snót dá
augnadjúpin dimmblá
draumagneistum vítt slá
sólargeisla björt brá
blikar yfir þeim sjá
brosin hennar, blíð, smá
bræða hjartans svellgljá
margir vilja fljóð fá
fá þeir hryggbrot ennþá.
Hver mun þeirri náð ná
netta að faðma baugsgná?
Honum vil ég heill spá
henni gæfuósk tjá.