Undir Vörðufelli | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Undir Vörðufelli

Fyrsta ljóðlína:Hér var eg eitt sitt ung og glöð
bls.39
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Hér var eg eitt sitt ung og glöð
og upp í fjallið kleif
Eg las mér blóm í laut og hlíð
á léttum fótum sveif.
2.
Á þessum steini stóð eg fyrr
og starði út í geim
og eygði fögur undralönd
og ævintýraheim.
3.
Nú kem eg grátin, göngumóð
í græna faðminn þinn.
Og hjá þér græt eg eflaust út
allan harminn minn.
4.
Og verð svo aftur ung og glöð
um eina sólskinsstund
og leik mér frjáls í fjallablæ
með fjallaþrótt í mund.