Úr Íslandsljóði | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Úr Íslandsljóði

Fyrsta ljóðlína:Ég ann þínum mætti í orði þungu
bls.145
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Ég ann þínum mætti í orði þungu
ég ann þínunm leik í hálfum svörum
grætandi mál á grátins tungu
gleðimál í ljúfum kjörum.
2.
Ég elska þig, málið undurfríða
og undrandi krýp að þínum lindum.
Ég hlýði á óminn bitra, blíða,
brimhljóð af sálaröldum mínum.