Hæðst að eigin bulli | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hæðst að eigin bulli

Fyrsta ljóðlína:Nú hef ég það hagstætt og náðugt
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Nú hef ég það hagstætt og náðugt
og hugsa um yrkingar gráðugt.
Orðunum stafla í stuðla
stytti þau, lengi og hnuðla
krumpa og kuðla.
2.
Hendingum haglega raða
háttunum ekki til skaða.
Hrynjandin hljómar svo lagin
húmorinn felli í braginn
draumljúfan daginn.