Á póstkort til Kaupmannahafnar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Á póstkort til Kaupmannahafnar

Fyrsta ljóðlína:Austur um dimmblátt Eyrarsund
bls.29.11.64
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Gamankvæði

Skýringar

Þórunn Sívertsen hafði þegið pennastöng frá Ríkharði frænda sínum Jónssyni meðan hann var við listnám í Kaupmannahöfn (1917) og sendi honum póstkort út til Hafnar. Á kortinu var mynd af Arnesi útileguþjófi sem einu sinni lá úti í Akrafjalli. Á teikningunni var Arnes með grautarask á hnjánum. Vísurnar skrifaði Þórunn aftan á kortið:
1.
Austur um dimmblátt Eyrarsund
yfir strönd og voga
sendist Aron á þinn fund
eins og fætur toga.
2.
Hann á að flytja fyrir mig
fullan ask af gæðum
og steypa þeim öllum yfir þig
ofan af Sigurhæðum.
3.
En Arnes fékk það orð á sig
að ekki væri hann frómur.
Skal því ekki undra mig
þó askurinn væri tómur.