Þegar Þorlákur missti konu sína | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Þegar Þorlákur missti konu sína

Fyrsta ljóðlína:Nú er horfin unun öll
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Nú er horfin unun öll
yndi, værð og friður.
Dettur líkt og muggumjöll
mæða á jörðu niður.
2.
Nú er horfin heillasól
himinn skýjum klæðist.
Þjáðum ekkert skýlir skjól.
skrugguljósið glæðist.
3.
Sál mín þreytist þrautir við
þrátt að eiga að stríða
Ekkert breytist ástandið
aumt er að mega líða.
4.
Frá mér heimur farsæld rak
fyrr þótt gleðin skini.
Það er sárt að sjá á bak
sínum besta vini.



Athugagreinar

Alþýðuvísur Lögbergs