Þingmenn og hlutfallskosningar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Þingmenn og hlutfallskosningar

Fyrsta ljóðlína:Þingmenn áður þekkt ég hef
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Háðkvæði
1.
Þingmenn áður þekkt ég hef
- þar sem var er búið -
nú er á þeim öllum nef
undarlega snúið
2.
Það mun vera sönnust sögn
svona fer á þingum
nefin snúast á þeim ögn
undan nasahringum.
3.
Illt er að vera einstakt naut
en þó verri saga
að vera bundið naut við naut
neyddur til að draga.



Athugagreinar

Húnavaka 1985