Hrútey | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hrútey

Fyrsta ljóðlína:Hrútey falleg, stöðug stendur
Heimild:Skriplur.
bls.13
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Náttúruljóð
1.
Hrútey falleg, stöðug stendur
sterk í miðjum ólguflaum.
Hennar grjót og gróðurlendur
greipt í hugans vökudraum.
2.
Undirstaðan eru klettar
yfirbreiðslan skógi prýdd.
Flóra Íslands furðu þétta
festi rætur blómum skrýdd.
3.
Berin svört og blá þar spretta
breiðir úr sér fagurt lyng.
Hreiður ótal fuglar flétta
flytja söngva allt um kring.
4.
Blanda framhjá stanslaus streymir
stefnuföst með þungum nið.
Eyjuna hún áfram geymir
umvafða í sæld og frið.



Athugagreinar

Í ág. 2003