Gæðamat á konum | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Gæðamat á konum

Fyrsta ljóðlína:Ekki því ég unað gat
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1975
Flokkur:Baráttukvæði

Skýringar

Páll Heiðar Jónsson sagði í viðtali við Magnús Bjarnfreðsson í útvarpinu að konur kæmu lítið fram í þáttum sínum vegna þess að þær hefðu ekki vit að málefnunum. Þóttu sumum þetta kaldar kveðjur á kvennaárinu. Og Valborg orti:
1.
Ekki því ég unað gat
og það fór að vonum
er grjót-Páll Heiðar gæðamat
gerði á landsins konum.
2.
Hann taldi konur vanta vit
til viðræðu um málin
ekki duga í andlegt strit
eitthvað tóm var sálin.
3.
En svoddan fleipur síst mun blekkja
sanna þarf ei augljóst mál
því ótal konur allir þekkja
sem eiga vit á borð við Pál.



Athugagreinar

Tíminn