Kvæðið um pennann | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Kvæðið um pennann

Fyrsta ljóðlína:Kvæðið er um pennann. -
bls.167
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1925
1.
Kvæðið er um pennann. -
Hann páraði það sjálfur.
Og stundum er hann fullur
og stundum er hann hálfur
og stundum er hann tómur
og getur ekki skrifað.
Ég þekki þetta sjálfur.
2.
En penninn minn og ég
höfum alltaf elskað pappír
og einkum dýran pappír.
VIð lögðum okkar veltufé
og lánstraust allt í pappír
og lögðum alla sál okkar
í kvæði á þennan pappír.
Og enginn hefur sýnt mér meiri
alúð nokkurn tíma
ef erfitt var að ríma.
3.
Og hann hefur skrifað fleira
en nokkurn geti grunað
um heimsins harm og unað.
Og hann hefur skrifað sálma
og samþykkt víxla mína
og sýnt mér þessa einstöku
hluttekningu sína.
Hann hoppaði af gleði
ef hlýtt mér var í geði
varð harður ef ég reiddist.
Og bæri við að unnusturnar
brygðust mínum vonum
þá brakaði í honum.
Já, penninn minn, þú fylgdir mér
í fögnuði og trega
í fjármálum og ástum
og er þá vert að fást um
þótt stundum hafi hent þig
sem hendir iðulega
og hendir bestu penna
og skeði núna síðast
að pennar skrifa meira
en pennum ætti að líðast.