Minning - Hannes Jónsson alþm. | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Minning - Hannes Jónsson alþm.

Fyrsta ljóðlína:Missti ég vin mætan
bls.291177
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Missti ég vin mætan
man ég glaðar stundir
teygðum hest á tölti
titraði jörðin undir
þreyttum briddsinn báðir
í Black Label var skálað
ræddum þings og þjóðar
þolraunir og vanda.
2.
Orð þín alltaf stóðu
aldrei sveikstu loforð
styr lék um þig stundum
stór var lund og hugur
prýddir ættaróðal
elskaðir dalinn fagra
sast á þingi þjóðar
þjóð gafst bækur merkar.
3.
Gæfumaður er genginn
góður var förunautur
gáfuð hlý og glaðvær
gestum unað veitti.
Hún var heillastjarna
hans og sinna barna
létu ljóð á tungu
listfeng höfðingskona.