Landvættirnar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Landvættirnar

Fyrsta ljóðlína:Landvættirnar landið verja
Heimild:Kvæðasafn.
Viðm.ártal:≈ 2000
1.
Landvættirnar landið verja
lóna og sveima kringum það.
Ef einhver skyldi á það herja
eru þær á vísum stað.
2.
Fjórar eru öðrum stærri
eiga fjögur höfuðból.
Svo eru einnig aðrar smærri
eiginlega í hverjum hól.
3.
Feikna DREKI flýgur eystra
FUGLINN gætir Norðurlands
BOLI sér um svæðið vestra
syðst eru slóðir BERGRISANS.
4.
Á sínum stað þær sinna verki
en samt þær geta stundum hist
við skyldustörf í skjaldarmerki
en skelfing er það daufleg vist.