Gangnabragur - brot | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Gangnabragur - brot

Fyrsta ljóðlína:Braust í göngur bændalið
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Háðkvæði
1.
Braust í göngur bændalið
búið öllum föngum.
Súpa lítið við og við
virtist æðsta takmarkið
það að forða fylliríi í göngum.
2.
Klyftöskurnar kúfaðar
af keti og drykkjarföngum
vínflöskurnar voru þar
vasapelar hér og hvar.
Við skulum forðast fyllirí í göngum.
3.
Augafullir urðu tveir
aðrir kenndir löngum
Drukku sumir meir og meir.
Merkilegt að enginn deyr!
Við skulum forðast fyllirí í göngum.



Athugagreinar

IHJ skrifað upp eftir höfundinum sjálfum heima í Meðalheimi 22. nóv. 2019.