Einstæðingurinn | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Einstæðingurinn

Fyrsta ljóðlína:Nú er ég kominn nýtt á land
bls.23
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1989
1.
Nú er ég kominn nýtt á land
nýung má það heita.
Nú mun byrja nýtt ástand
nú vil eg Drottins leita.
2.
Þess biðja vil í barna trú
að blíður Guð mig leiði
og hjálpi mér í hættu nú
frá hrösun svo eg sneiði.
3.
Stattu mér Drottinn stöðugt hjá
í stríði freistinganna
láttu mig sönnum sigri ná
og syngja þér hósíanna.