Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)
Hér af bruna hvassra eggja
hvert sem litið er
þykir hátt og vítt til veggja,
vittu, hvað þú sér:
Tinda Eyjafjarðar fjalla,
fjölda hnjúka, skörð,
allt frá vegi Vatnahjalla
vestur á Breiðafjörð.
 
Suður heiðar víða vegu
vötn og gróið land,
austar flæmin eyðilegu,
ís og hraun og sand,
Snæfells byggðir mistri máðar
móti Skor og Bæ.
Sjáðu höf á hendur báðar,
hvort með sínum blæ.
 
Húnaflóa Furðustrendur,
firðir, eyjar, sker,
þetta er allt í augsýn, stendur
opið fyrir þér.
Lítum austur, opnast geimur
eins og sjónhverfing,
þetta er engin „annar heimur“,
aðeins Húnaþing.