Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Sjötta ferð Sindbaðs

Fyrsta ljóðlína:Ygldan skolaðist Sindbaðs um sjá
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Ygldan skolaðist Sindbað um sjá,
uns síðasta skipbrotið leið hann.
Hann molaði fleyið sitt Feigsbjargi á,
og fádæma hörmungar beið hann.
2.
Svo lagði hann inn í ægileg göng,
er af tók að draga þróttinn;
þar drúptu göngin svo dauðans þröng
og dimm eins og svartasta nóttin.
3.
Þá förlaðist kraftur og féll á hann dá
í ferlegum dauðans helli.
– En hinumegin var himin að sjá
og hlæjandi blómskrýdda velli.
4.
– Svo brýt ég og sjálfur bátinn minn
og berst inn í gljúfra-veginn. –
Við förum þar loksins allir inn. –
En er nokkuð hinumegin?