Sjötta ferð Sindbaðs | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Sjötta ferð Sindbaðs

Fyrsta ljóðlína:Ygldan skolaðist Sindbaðs um sjá
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Ygldan skolaðist Sindbað um sjá,
uns síðasta skipbrotið leið hann.
Hann molaði fleyið sitt Feigsbjargi á,
og fádæma hörmungar beið hann.
2.
Svo lagði hann inn í ægileg göng,
er af tók að draga þróttinn;
þar drúptu göngin svo dauðans þröng
og dimm eins og svartasta nóttin.
3.
Þá förlaðist kraftur og féll á hann dá
í ferlegum dauðans helli.
– En hinumegin var himin að sjá
og hlæjandi blómskrýdda velli.
4.
– Svo brýt ég og sjálfur bátinn minn
og berst inn í gljúfra-veginn. –
Við förum þar loksins allir inn. –
En er nokkuð hinumegin?