Án heitis | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Sá sögufróði maður, Bergsveinn Skúlason, hefur í einu af sínum breiðfirsku ritum, bjargað frá glötun nokkrum gömlum vísum um Vestureyinga, sem hann telur kveðnar af Kristínu Jónsdóttur í Flatey. Bergsveinn lætur þá athugasemd fylgja vísunum, að hann vilji ekki fullyrða að hárnákvæm lýsing á lifnaðarháttum eyjamanna fyrir 70-80 árum felist í vísunum, en nokkra bendingu um þá gefa þær.
1.
Skáleyingar kirkjukærir koma um síðir.
Meðöl sækja Látralýðir.
2.
Svefneyingar sækja eld, í sinni léttir.
Sviðnar koma að fá sér fréttir.
3.
Lakkrís sækja og líka finna ljúfar meyjar
hraustir sveinar Hergilseyjar.
4.
Bjarneyingar brennivíns í byttum vaða
af því hafa þeir skömm og skaða.
5.
Brennivín þeir sækja sér þótt syngi Kári.
Þetta gera þeir oft á ári.
6.
Flateyingar eiga allt sem aðra vantar
sérhver þarfir sínar pantar.

og að lokum þessi bragarbót um Bjarneyinga:
7.
Bjarneyingar berjast þrátt við brim og Ægir.
Þeir eru sagðir sjómenn frægir.