Haustljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Haustljóð

Fyrsta ljóðlína:Ennþá kemur haust í hugann.
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Ennþá kemur haust í hugann.
Hrafnar rorrandi í fitu
flögra um með fullan magann
og feikilega berjaskitu.
2.
Litast gulu lerkinálar
lotin híma fölvastráin
og birkiþélan bölvuð kálar
björkinni og leggst á náinn.
3.
Húmvindar í holti þjóta
en haustsins finn ég nálægð mesta
þegar gæsaskyttur skjóta
skotvissar á menn og hesta.



Athugagreinar

Bændablaðið 12. sept. 2019