Funi | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Funi

Fyrsta ljóðlína:Álitsfagur Funi er
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Álitsfagur Funi er
flýgur létt um grundir.
Höfuð jafnan háleitt ber
hrífur hvern sem til hans sér.

2.
Þegar fákur fer á sprett
fýkur burtu mjöllin.
Funi í taumum leikur létt
lipur stiklar völlinn.

3.
Glansar auga mest sem má
melaglaðinn prýðir.
Dansar Funi létt um láð
lipur taumnum hlýðir.

4.
Eins og fuglinn oft hann fer
á þó straumur falli.
Lárus Funi á baki ber
blessaður klárinn snjalli.

5.
Frægðin hér í fákasveit
Funa er að vonum.
Aldrei hér ég annan leit
af sem beri honum.

6.
Breytir angri í yndisstund
er töltagangur falur
Spretti langa um græna grund
grípur stangavalur.