Göngur og réttir | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Göngur og réttir

Fyrsta ljóðlína:Sumri hallar, svanir gjalla
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Sumri hallar, svanir gjalla
sölnar fjalladrottning blá
heiðin kallar ykkur alla
innstu fjallatinda að sjá.
2.
Það er malað, þorsta svalað
þreknir halir fara á stjá
öllu smalað, hlegið hjalað
hóað, galað rakkann á.
3.
Fjallageimur, fagri heimur
frjálst er sveimað þar í draum
kvæðaseimur, klár á tveimur
komið er heim úr þessum glaum.
4.
Safn til rétta, rekið þétta
ruggar sléttan undir því.
Fær hún Gletta fót með netta
feiknasprett að taka á ný.
5.
Dregið sundur, drukkið glundur
drengir lundafarið kátt.
Gleðifundur, geltir hundur
glymur undir réttin hátt.