Þorlákur Guðbrandsson Vídalín | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Þorlákur Guðbrandsson Vídalín 1673–1707

EIN LAUSAVÍSA
Þorlákur var sýslumaður í Súðavík, Súðavíkurhreppi, N-Ís. 1703. Fékk konungsleyfi til að eiga Helgu, þar sem þau voru systkinabörn. Þorlákur var sonur Ragnheiðar Jónsdóttur 1646-1719 húsfreyju í Ási í Vatnsdal 1703. Síðast húsfreyja á Lækjamóti í Víðidal, fórst í bruna þar ásamt manni sínum Guðbrandi Arngrímssyni sem bóndi var í Ási 1703. Guðbrandur var sýslumaður í vesturhluta Húnavatnssýslu. Bjó síðast á Lækjamóti. Fórst í bæjarbruna þar. Er sennilega sá sem seldi Torfa Jónssyni hluta í Svefneyjum á Breiðafirði eins og staðfest er í bréfi dags. 29.6.1703. Í Sýsl. er Erlendur á Kvíabekk ranglega talinn sonur hans. segir Íslendingabók
https://www.ismus.is/i/person/id-1000076

Þorlákur Guðbrandsson Vídalín höfundur

Lausavísa
Glymja segl en rymur röng