Bjarni Sigurðsson Katadal og Hlíð á Vatnsnesi | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Bjarni Sigurðsson Katadal og Hlíð á Vatnsnesi f. 1818

TVÆR LAUSAVÍSUR
Fæddur í Katadal. Foreldrar Sigurður Bjarnason og Þorbjörg Halldórsdóttir. Bóndi í Tungu á Vatnsnesi 1839-1856, í Katadal 1856-1864 í Hlíð 1864-1874. Fór eftir það til Vesturheims og mun hafa dáið fáum árum síðar. ,,Greindur vel og harður í horn að taka ef á hann var leitað og svaraði ætíð jöfnum orðum við hvern sem um var að eiga, hvort sem var í bundnu málið eða óbundnu." (Sagnaþættir úr Húnaþingi, bls. 86.)

Bjarni Sigurðsson Katadal og Hlíð á Vatnsnesi höfundur

Lausavísur
Héðan fór og heim kvaddi
Hver vill sanna að hilmir hæða