Gísli (Gíslason) Wium | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Gísli (Gíslason) Wium 1824–1883

ÞRJÁR LAUSAVÍSUR
Gísli var sonur séra Gísla Evertssonar Wium og konu hans, Álfheiðar Einarsdóttur, sem þá bjuggu á Þórodsstað í Köldukinn þar sem faðir hans var þá aðstoðarprestur. Gísli lærði beykisiðn, fyrst á Skipalóni og síðar í Reykjavík. Kona Gísla var Ingibjörg Snorradóttir frá Desjarmýri og eignuðust þau allmörg börn en flest dóu þau í æsku. Þau hjón bjuggu fyrst á Brekkuseli í Hróarstungu, síðan í Hnefilsdal á Jökuldal og að lokum á Rangá í Hróarstungu en þaðan fluttu þau til Seyðisfjarðar árið 1868 þar sem Gísli stundaði beykisiðn til æviloka. (Heimild: „Smiður bæði á orð og verk.“ Són – tímarit um óðfræði. 8. hefti. Reykjavík 2010, bls. 95–111)

Gísli (Gíslason) Wium höfundur

Lausavísur
Gunna sparði hann ei hót
Hrynja tár af augum enn
Svona fljóðið sigur vann