Friðrik Sigfússon | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Friðrik Sigfússon

EIN LAUSAVÍSA
Friðrik var sonur Sigfúsar Eyjólfssonar, síðast bónda í Pottagerði, og konu hans, Steinunnar Jónsdóttur. Hann var kvæntur Guðnýju Jónasdóttur frá Hróarsdal. Þau bjuggu fyrst í Pottagerði 1905–1918, þá Jaðri 1918–1931 og Kálfárdal 1931–1935. Þá brugðu þau búi og fluttu að Ingveldarstöðum á Reykjaströnd til Steingríms sonar síns. Bæði voru þau hjón hagmælt. Friðrik var einhver markfróðastur manna í Skagafirði á sinni tíð. (Sjá Skagfirzkar æviskrár. Tímabilið 1890–1910. I, Akureyri 1965, bls. 72–72).

Friðrik Sigfússon höfundur

Lausavísa
Lán þótt höfum lítið hér