Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Í sveitinni hérna er svoleiðis fólk

Flokkur:Kersknisvísur


Tildrög

Á fundi hjá Kiwanis 16. janúar 1970 sektaði siðameistari þrjá félaga, þar sem þeir voru merkislausir, þar á meðal Hjört.  Kvaðst hann vera búinn að vera merkislaus á þremur fundum og bæri að skila sex vísum.  Einungis tvær af vísunum eru skráðar af þeim sex sem hann flutti.
Í sveitinni hérna er svoleiðis fólk
það situr og lifir í friði.
Það framleiðir aldeilis ógrynni af mjólk
og ástundar guðsbarnasiði.

Það var hérna áður fyrr heilmikill her
af hálfgerðum leiðindakónum.
Þeir búa ekki lengur í hreppnum hér
þeir halda sig niður hjá sjónum.