Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Mér finnst það nú miður hér

Heimild:Spor eftir göngumann bls.305


Tildrög

Veikindi urði Hirti að yrkisefni, fyrstu vísurnar frá  1991.
Þær seinni tvær frá 7. nóvember 1992.....
Mér finnst það nú miður hér
mitt í þjóðarsáttinni,
að svartir djöflar sækja að mér
sinn úr hverri áttinni.

Þetta er svika-hulduher
hér í þjóðarsáttinni,
sjúkdómarnir sækja að mér
sinn úr hverri áttinni.

–––––––-
Ég held að ég sé hér um bil
að hrynja allur saman.
Ég er að fara fjandans til
og finnst það ekkert gaman.

Æ mér líður ekki vel
eg verð það að játa.
En fari það í heita hel,
að hetjan fari að gráta.