| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra
AAAA15

Glöggur bæði á fé og fljóð

Bls.303
Flokkur:Daglegt amstur


Tildrög

1.  Eitt sinn á réttardegi á Grund kom ómarkað lamb af fjalli.  Klemenz í Brekku þóttist sjá að vera mundi frá Tjörn og markaði það snarlega. Þegar Tjarnarmenn komu í réttina var lambið alblóðugt um kjammana. Hjörtur gaf Klemenzi vænan hvannarrótarsopa og launaði með ofangreindri vísu:
2. Klemenz varð seinn fyrir  í öðrum göngum (um 1960) og voru allir gangnamenn sofnaðir og hvergi smuga að fleygja sér í. Kom hann sér fyrir frammi við dyr og kvartaði ákaflega næst morgun um svefleysi!
Glöggur bæði á fé og fljóð
færðu Klemenz launin þín.
Fyrir lambsins blessað blóð
býð ég þér að drekka vín.

Bragnar hafa blundað rótt
á brjósti, hlið og maga,
en Klemenz hékk á krossi í nótt
Kristur vorra daga.