Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Bæjavísur

Fyrsta ljóðlína:Á Hálsi glaður gestrisinn
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1936
Flokkur:Bæjavísur
1.
Á Hálsi glaður gestrisinn
góður bátasmiður.
Þarfamaður Þorsteinn minn
þeytir fáu niður.
2.
Jófríður er lokkalín,
laus við sorg og trega.
Vinnur ætíð verkin sín
vel og dyggilega.
3.
Hamars Gunnlaugs gæflyndum
greini ég frá að vonum.
Vaknar ei með andfælum
við org í smábörnonum.
4.
Á Hrísum tel ég besta bú
þó bleytan stundum saki.
Óli þar og Árni nú
eru í konuhraki.
5.
Guðjóns bónda geta má,
góðum kostum búinn.
Á Skáldalæknum situr sá
selur járnin lúin.
6.
Hans er Snjólaug hýr á brá
hugsar vel um búið.
Oft á kvöldin auðagná
er með bakið lúið.
7.
Gunnlaugur með glensið fer
gætinn Sökku stjórnar.
Í framkvæmdunum sjálfur sér
sívakandi fórnar.
8.
Rósa honum reynist trú
röggsöm innan veggja.
Því er von að blessist bú
er bæði saman leggja.
9.
Björn af alhug búskap ann
bændamálum hlýðir.
Með elju sinni ungur hann
Ölduhrygginn prýðir.
10.
Hánefsstaða blómgast börð
bóndinn aðra kvetur.
Situr vel á sinni jörð
sáðmaðurinn Pétur.
11.
Sigurveig er vænsta frú
vel að sér í flestu.
Saumar bæði og sér um bú
sem er fyrir mestu.
12.
Upp í koti Uppsala
Anna húsum ræður.
Heimurinn lítur hornauga
á hennar kringumstæður.
13.
Stefán túrum öllum ann
ekur sleða grænum.
Ekki er gott að hitta hann
heima í Miðhús bænum.
14.
Sigurlína er sjaldan fín
sú er ekki kreima.
Baxar ein með börnin sín
þá bóndinn er ei heima.
15.
Yfir ræður Uppsölum
ótal sléttar reiti.
Kann að gefa kindunum
Kristjáns ber hann heiti.
16.
Í Helgu yrði lengi lið
og lítið mundi hopa.
Gæti hún aðeins vermt sig við
volgann kaffisopa.
17.
Séra Stefán sæma má
sóma mann við köllum.
Prúður situr pöllum á
prestsetrinu Völlum.
18.
Sólveig glaða og gestrisna
greind og dugleg talin.
Hennar líkn og ljúfmenska
ljómar vítt um dalinn.
19.
Jón er talinn skarpur skýr
í skólamálum öllum.
Frækinn býr sá fleinatýr
á fimmtaparti af Völlum.
20.
Ríkir Anna í ró og spekt
rómuð kostum vænum.
Hafa vill það huggulegt
heima í Vallnabænum.
21.
Á Brautarhóli byggir frón
með blíðri móður sinni.
Síst vill státinn Sigurjón
sýnast öðrum minni.
22.
Stefán sá er sönggefinn
og sæmilega smíðar.
Honum fylgir handlægnin
heima í Gröf og víðar.
23.
Hans er kona björt á brá
bæinn vill ei flýja.
Trúir drottins dásemd á
dugleg Filippía.
24.
Jón á Hofi þýtt með þel
þarfur er hann víðast.
Reynist góður, reynist vel
reynist bestur síðast.
25.
Arnfríður er lítillát
ljúfu sáir fræi.
Hún er bæði kvikk og kát
og kona af besta tagi.
26.
Gísli á Hofi gætinn er
gerir margt af snilli.
Í ýmsu hann af öðrum ber
af því nýtur hylli.
27.
Hofsár Þorleif heiðra má
holtum sundur ryður.
Brúna mikill bóndi sá
bænda málin styður.
28.
Dóróþea er dyggðar sál
drjúfar gáfur hefur.
Röggsamlega ræktar kál
og ráðleggingar gefur.
29.
Hofsárkot er hátt í sveit
heillavættir sveima.
Aftansólin signir heit
Sigvalda þar heima.
30.Tryggvi á Hvarfi treystir sér
tún er slétt hjá honum.
Heldur seins á fætur fer
en farnast eftir vonum.
31.
Soffíu ei dugur dvín
drengjum matinn sækir.
Á Ytra-Hvarfi auðulín
árdags störfin rækir.
32.
Syðra-Hvarfi Áskell ann
orð fer gott af honum.
Brúðarleysið bagar hann
baslast eftir vonum.
33.
Fram úr máta mislyndur
þó mörgum virðist glaður.
Hjaltstaða Steingrímur
státinn verkamaður.
34.
Heima er löngum lítið spaug
laust við ástar funa.
Sínum kjörum Sigurlaug
sýnist dável una.
35.
Brattur stundar búskapinn
boðar ei til stælu.
Orðvar bæði og aðgætinn
Ingólfur í Sælu.
36.
Guðrún honum gerir skó
Guðrún matinn sýður.
Guðrún er hans gleði og fró
Guðrún fötin sníður.
37.
Jóhann þregir þar í Hlíð
þykir ekki gleyminn.
Er og verður alla tíð
utanvert við heiminn.