Jólin 1998 | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Jólin 1998

Fyrsta ljóðlína:Verða enn jól hjá vorri þjóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:1998

Skýringar

Jólakveðja 1998 til vina og vandamanna
Verða enn jól hjá vorri þjóð
og víða um heiminn líka,
því fyrr á öldum fæddist jóð
sem færir ykkur, börnin góð,
ástæðu til að halda hátíð slíka.

Lukku þrýtur æði oft
á augabragði snöggu.
Menn af græðgi gleypa loft,
glenna einum of sinn hvoft
og sjaldnast augum beina að barni í vöggu.

Gleymum ei þeim gamla sið
hið góða vel að meta.
Um hátíðina helgan frið
hafið, og einnig megi þið
eiga sitthvað ósköp gott að éta.