Jólin 1991 | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Jólin 1991

Fyrsta ljóðlína:Búið hafa börnin til slík býsn af kortum
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:1991
Flokkur:Jólaljóð

Skýringar

Jólakveðja til vina og vandamanna 1991
Búið haf börnin til slík býsn af kortum
er myndir skreyta af mörgum sortum
sem myndi ég vilja get ort um.

Ég get séð þar Jesúbörn og jólasveina
mikinn fjölda grænna greina
og gáfulega dráttarhreina.

Miklu fleira merkilegt þær mála og kríta
en þurfa svo að þræta og kýta,
þusa, æpa, slást og rýta.

En mamma bíar blíðlega ef barnið orgar:
„ Fleygðu skeifu fýlu og sorgar.
Ég fór í haust til Edinborgar. „