Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Vor um alla veröld

Fyrsta ljóðlína:- Vinur - Finnurðu ei fegurðina
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Náttúruljóð
- Vinur -
Finnurður ei fegurðina
fylla brjóst þitt gleði.
Sérðu sólroðin
svanavötnin
blá fjöll í fjarska
fannhvítann jökul
bera við bláan himinn.
Brúna lyngheiði
með grænum gróðurflekkjum
ána lygna liðast um ljósgræn engin.
Lágreistan bóndabæ
í blómguðu túni.