Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Ef inni er tómlegt

Fyrsta ljóðlína:Ef inni er tómlegt og hugur þinn er hryggur
Viðm.ártal:≈ 1975
Ef inni er tómlegt og hugur þinn er hryggur
haltu á brattann í fjallsins gróðurborgir.
Þá sérðu og finnur að áfram leið þín liggur
og lífið er annað og meira en tár og sorgir.

Sérðu hvað fuglarnir svífa létt í bláinn
sólina roða víðan fjallahringinn.
Vermandi kvöldgolu leika létt við stráin
lömbin í haganum kroppa nýgræðinginn.

Eigðu þá sýn þegar syrta fer að vetri
söngvarnir þagna og frostið byrgir gluggann.
Þá áttu í vitund þér bjartan heim og betri
og bjargfasta trú að sigra vetrarskuggann.