Stutt kynni | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Stutt kynni

Fyrsta ljóðlína:Einn septemberdag þegar sólin var hulin skýjum
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Tregaljóð
Einn septemberdag þegar sólin var hulin skýjum
og sortinn grúfði um jörðina flakandi í sárum
þú kyssir vanga minn kossi munaðs hlýjum
kvaddir og fórst, þó ég gréti þig brennheitum tárum.

Ég skildi það reyndar að hann var hinsti kossinn
en hélt þó sem barn í vonina dauðahaldi.
Við þína kveðju örvaðist ástarblossinn
þú ein skildir lífið að baki draumanna tjaldi.

Hún víkur ei burt úr hug mér þín hlýja minning
heillandi fögur þó blandin saknaðartónum.
Mér fannst of stutt okkar fjórtán daga kynning
samt flaugst þú burt með síðustu lóunni úr mónum.