Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Vetrarnótt

Fyrsta ljóðlína:Bárur brotna við naust
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Tíðavísur
Bárur brotna við naust
bylgjur við sandinn rísa
máninn skín gegnum ský
skrautlýsir bláa ísa.
Hylur snær heiðarbrún
hrímþoka tindinn vefur.
Máttug og mikilleit
myrk nóttin ótta gefur.

Er á ferð yfir ís
einmana þreyttur halur
í rökkrinu skugginn rís
á róli er dauðans valur.
Fákurinn fetar létt
flughála spegilgljána.
Knapinn í vanda kemst
krapastokkur byrgir flána.