Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Leiðarlok

Fyrsta ljóðlína:Nú er floginn hver fugl til suðurs
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1953
Flokkur:Skáldsþankar
Nú er floginn hver fugl til suðurs,
til fjarlægra landa.
Skuggarnir byrgja bæinn
til beggja handa.
Fegurstu blómin bliknuð
- borgin hrunin.
Aftur á fjötrum og frelsi
finn ég muninn.
Ég get ekki annað en grátið
hið gamla, horfna.
Aldrei, aldrei framar
mun aftur morgna.