Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Ótíð

Fyrsta ljóðlína:Breiðist yfir mel og móa
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1985-1988
Flokkur:Tíðavísur
Breiðist yfir mel og móa
mikil krepjuhríð.
Jafnslæmt er við fjöll og flóa
ferleg kuldatíð.

Búsmalinn í höm sig heldur,
herðist sultaról.
Hvað er það sem hér um veldur?
Horfin sumarsól.

Bíða munum betri tíðar
biðjum hljóði í.
Hætta munu þessar hríðar,
húrrum fyrir því.