Guð vor faðir | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Guð vor faðir

Fyrsta ljóðlína:Guð vor faðir leggðu þreyttum lið
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Bænir og vers
Guð vor faðir leggðu þreyttum lið
lof þeim hvílast, veit þeim sálarfrið.
Láttu gleymast neyð og þyngstu þraut
þeim til dýrðar lýstu skuggans braut.

Lát þá heyra ljóssins dýrðarsöng
leið þá gegnum vorsins pálmagöng.
Veit þeim trú á annað æðra líf,
ást og fögnuð, ver þeim skjól og hlíf.

Láttu góðvild gróa í hverri sál
gef þeim blindu sjón og þöglum mál.
Lát trúarblysin brenna skær hjá þeim,
sem ber af leið, en snúa vilja heim.