Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Jólabrugg

Fyrsta ljóðlína:Í kjallarann vil ég nú karl minn til þín
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1985
Flokkur:Daglegt amstur

Skýringar

Hjá Dóra Jóh., hann átti jólabrugg!
Í kjallarann vil ég nú karl minn til þín
koma og drekka þar dýrindis vín.
Gáðu að þér vinur, því gatan er hál
glaðir þó syngjum og upplyftum skál.

Og svo þegar veislan með víni og mjöð
veitt hefur yndi en alls enga kvöð.
Vinur minn held ég þá kotroskinn heim
já herlega var þetta skemmtilegt geim.