Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

R.vík 25. 9. 1973

Fyrsta ljóðlína:Ætíð jókstu yndi mér
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1973
Flokkur:Ljóðabréf
Ætíð jókstu yndi mér
á afmælinu mínu.
Að líta til mín lýsir þér
og lyndisfari þínu.

Vakti gleði vina góð
viðmót þitt og hlýju.
Rökkursögur, rímuð ljóð
rifjuð upp að nýju.

Oft mér létti leiðirnar
lífs á göngu minni.
Í bænum mínum blessunar
bið ég systur minni.