Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Í herbúðum Ó-Reglunnar 29/10 1985

Fyrsta ljóðlína:Elskulegu fósturlandsins freyjur
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:29.10.1985
Flokkur:Gamankvæði

Skýringar

Boðsbréf sent:
Guðrúnu Rósu Lárusdóttur, Kristínu Sigríði Klemensdóttur, Helgu Hauksdóttur, Júlíönu Þórhildi Lárusdóttur, Fjólu Guðmundsdóttur, Steinunni P. Hafstað og Maríu Jónsdóttur (Eiginkonur félaga í Ó-Reglunni)
Elskulegu fósturlandsins freyjur.
Fögru og blíðu vanadísirnar
sem áður máttuð hirða um börn og bleyjur
og baksa fyrir karlaskammirnar.

Kvenna- liðinn er nú áratugur
og á það tíðum var á meðan bent
að sé í körlum lítið líf og dugur
og lítilvægt er slíkum verði kennt.

Við ólmir viljum okkar stöðu bæta
og í þá veru er þessi tilraun hér.
Við biðjum ykkur blessaðar að mæta
í boð hjá okkur snemma í nóvember.

Varla þykir henta helgin fyrsta.
Hittumst föstudaginn áttunda.
Svanga þar við getum glatt og þyrsta
og góðan fögnuð munum ástunda.

Leikinn skal á Húsabakka hefja
er höldar geta yfirgefið fjós.
Þar ykkur munum umhyggjunni vefja
uns austurhiminn prýðir dagsins ljós. 

Dagskráin er dálítið í molum.
Við drekkum eitthvað skárra en vatn og mjólk.
Með því niður matarbita skolum
og meltum þetta eins og siðað fólk.

Áframhaldið eitthvað mun á reiki
en á að vera í fremur léttum dúr.
Meiningin er bæði brauð og leiki
að bjóða þarna, elskulegu frúr.

Við sendum þetta okkar eiginkonum.
Æðra getum varla fundið plan.
Að endingu svo vitanlega vonum
að verði svörin jákvæð. - Ó-Reglan.