Kvæðasafn Borgfirðinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Stundin er komin hjeðan burt skal halda

Fyrsta ljóðlína:Stundin er komin hjeðan burt skal halda
Viðm.ártal:≈ 1900
Flokkur:Tregaljóð
Fyrirvari:Gæði ljóðs

Skýringar

Orkt við burtför frá Knarrarnesi á Mýrum.
Stundin er komin, hjeðan burt skal halda
og hefja það stríð, er drottinn býður mjer.
Margs er að minnast, margt að endurgjalda,
margfaldra gæða, er notið hef jeg hjer.

Hvað meina jeg? Jeg meina bara að biðja
að blessun drottins falli þeim í skaut,
á æskuleið er ljúft mig náðu að styðja
og leiða fjærri allri hrygð og þraut.