| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Flest þó breytist öld frá öld

Heimild:Fésbók


Um heimild

Sögn Magnúsar Halldórssonar


Tildrög

Í Ásakoti í Biskupstungum stóð gamall bær. Aftan við hann var byggð nútímalegri stofa úr bárujárni. Var hún ekki hlý, enda ekki voru þá komin til þau einangrunar- og þéttiefni, sem síðar urðu. Þótti hún að því leiti lakari vistarvera og var kölluð ,,Aftanköld".
Þegar í Ásakoti  var haldið gullbrúðkaup, þá þótti þessi stofa góð til að geyma þær veitingar sem til veislunnar voru gerðar, þar sem hún var hóflega köld. Þegar gestir voru komnir var stofan opnuð og veitingarnar blöstu við.
Flest þó breytist öld frá öld,
einnig mey og halur.
Aldrei hélt ég "Aftanköld"
yrði veislusalur.