Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Eigið áþekkt mægi

Höfundur:Sturla Bárðarson


Tildrög

Að loknu Alþingi reið Snorri Sturluson heim í Reykholt.
,,Það var kvöld eitt er Snorri sat í laugu að talað var um höfðingja. Sögðu menn að þá var engin höfðingi slíkur sem Snorri, en þó mátti engin höfðingi keppa við hann fyrir sakir mægða þeirra er hann átti. Snorri sannaði að mágar hans væru eigi smámenni. 
Sturla Bárðarson hafði haldið vörð yfir lauginni og leiddi hann Snorra heim og skaut fram stöku þessari svo Snorri heyrði."

Skýringar

Hleiðar voru aðsetur Hrólfs kraka á Sjálandi. Hjörvarður mágur hans sveikst að honum og felldi hann.
Mágar Snorra, þ.e. tengdasynir, voru Þorvaldur Vatnsfirðingur, Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi. 
Vísa Sturlu Bárðarsonar reyndist spásögn, því tveir þeir síðarnefndu snerust gegn Snorra.
Eigið áþekkt mægi
orðvitur sem gat forðum,
ójafnaður gefst jafnan
illa, Hleiðar stillir.