| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Inni í Hörpunni á ég mér frátekið sæti


Tildrög

Í kjölfar tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara í Hörpu, kom upp smit af kóvid-veirunni hjá tónleikagesti og einnig kom upp á sama tíma smit á milli íbúa sem bjuggu í sama stigagangi.
Inni í Hörpunni á ég mér frátekið sæti,
utan af götunni heyrast þar hreint engin læti.
Á Víkinginn Heiðar vel ég oftast að hlýða,
hann væri bestur og hefði leikið svo víða.

Á morgun læt ég svo kovidið hjá mér kanna,
-kannske ætti samkomur slíkar að banna,
kjá ei við neina, þótt klárlega til þess mann langi
og konan sú búi auk þess á sama gangi.