Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Ríkir eiga gjöld að gjalda

Ríkir eiga gjöld að gjalda
góðir heiðursmenn,
þó eignarétti öllum halda,
-það allir skilja senn.

Ef lóð með góðu leggja í sjóðinn
landsins gróðamenn,
þá mun glæðast þjóðargróðinn,
-þetta verður senn.

Góður hugur greiðir málin,
græðir haturs mein.
Þetta skilur þjóðarsálin,
þroskuð, góð og hrein.