| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Háttaði Páll í heimavist


Tildrög

Páll í Borgarholtskoti var nágranni Kristins, sem gjarnan beitti bragfimi sinni er þeir áttust við. Páll þoldi illa stórdrykkjur þegar aldurinn færðist yfir og lá stundum rúmfastur eftir veislur.
Háttaði Páll í heimavist,
hætti rölti nauða.
Ekki er hann í ætt við Krist,
upp reis þó frá dauða.

Miðaði sig við meistarann
á mannkærleikans vegi,
enda reis hann eins og Hann
upp á þriðja degi