| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Biskupsfrúin barnið átti á Hólum

Höfundur:Höfundur ókunnur
Bls.110


Tildrög

Séra Halldór Brynjólfsson á Staðarstað, biskupsefni til Hóla, sigldi utan sumarið 1745. Hann dvaldi vetrarlangt í Kaupmannahöfn og var vígður til biskups í Frúarkirkju á boðunardegi Maríu, 25 mars 1746.  Hann tók sér far heim snemmsumars með Búðaskipi, sem tók land á Snæfellsnesi 19.júlí, eftir stranga útivist. 
Um haustið flutti hann að Hólum með fjölskyldu sína og búslóð.
Á þriðja dag jóla lagðist biskupsfrúin, Þóra Björnsdóttir, á sæng og ól barn.
Biskup fékk nokkra mæta menn til að votta að barnið, sem var stúlka, hefði verið smátt við fæðingu og vísast fyrirburi. Átti það að kveða niður orðasveim um óvisst faðerni, en það mun hafa haft öfug áhrif.
Stúlkubarnið hlaut nafnið Margrét og varð síðar prófastsfrú í Odda á Rangárvöllum.
Biskupsfrúin barnið átti á Hólum
bar það til á annan dag í jólum.
Séra Halldór sagður var
sannur faðir að barni þar
og ei þarf par
að undrast um, þó ekki með hún gengi
eins og aðrar lengi.