| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Sól af himni horfin er


Tildrög

Í júní 1938 var efnt til bændafarar af Suðurlandi til Norðurlands. Hópnum dvaldist lengur í Mosfellssveit og Borgarfirði en ráðgert hafði verið, auk þess sem eitthvert basl var með eina rútuna, hún vildi ofhita sig. Það var því orðið áliðið kvölds er ferðahópurinn kom að félagheimili Vatnsdælinga, þar sem fjöldi Húnvetninga beið eftir þeim. Þá tóku við veitingar og ræðuhöld, sem stóðu fram á nótt. Um morguninn hafði verið farið snemma frá Selfossi og var sunnlenska ferðafólkið þá búið að ferðast heiman frá sér, víðsvegar af Suðurlandi, svo dagurinn var orðinn hjá því býsna langur.

Skýringar

Sjá einnig vísuna „Langt á daginn liðið er“
Sól af himni horfin er
hefjast rökkurvöldin.
Svefn á augum sígur hér
sunnan mönnum leiðast fer
að Húnvetningar hátta ekki á kvöldin.