| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Langt á daginn liðið er


Tildrög

Í júní 1938 var efnt til bændafarar af Suðurlandi til Norðurlands. Hópnum dvaldist lengur í Mosfellssveit og Borgarfirði en ráðgert hafði verið, auk þess sem eitthvert basl var með eina rútuna, hún vildi ofhita sig. Það var því orðið áliðið kvölds er ferðahópurinn kom að félagheimili Vatnsdælinga, þar sem fjöldi Húnvetninga beið eftir þeim. Vísa þessi varð til meðan þeir biðu.

Skýringar

Sjá einnig vísuna: „Sól af himni horfin er“
Langt á daginn liðið er
og lóan er hætt að kvaka.
Nóttin faðmar nyrstu sker,
nú fer Guð að halla sér,
- en Húnvetningar halda áfram að vaka.