| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Kristján í Stekkholti í kaupstað með nautin sín ríður

Höfundur:Höfundur ókunnur


Um heimild

16.árg.1.tbl. 1.mars 1995


Tildrög

Þessi vísa er svokölluð „drusla“ og fellur að sálmalaginu „Lofið vorn drottinn, hinn líknsama föður á hæðum“.

Skýringar

A.K. (líklega Arnór Karlsson) segir í Litla-Bergþóri að þessi vísa sé ýmist eignuð hinum kunna hagyrðingi Páli Guðmundssyni á Hjálmsstöðum eða Sumarliða Grímssyni (1883-1931) frá Ásakoti, sem bjó í Litla-Hvammi í Reykjavík.
Kristján Kristjánsson (1862-1930) bjó í Stekkholti í Biskupstungum frá 1892 til 1915.
Kristján í Stekkholti í kaupstað með nautin sín ríður.
Kúfskjótta merin sem ljósgeisli um jörðina líður.
Hátt ber hans lof.
Hans er þó aldrei um of.
Safnaðarfulltrúinn fríður.